Birkilauf - 25 gr.
Vörulýsing
VNR: 602Birkilauf (Betula pubescens)
Vökvalosandi (þvagdrífandi), bakteríudrepandi og styrkjandi. Birki er mjög gott við bjúg vegna vökvalosandi eiginleikana, en það þarf að notast í svolítinn tíma til að jurtin hafi einhver áhrif. Birki losar hvers konar aukavökva sem er í líkamanum. Einnig er hægt að nota birki við blöðrubólgu eða annara sýkinga í þvagfærakerfinu. Plantan hefur vökvalosandi eiginleika en einnig hefur hún verið notuð á þvagsýrugigt, gigt, gigtar og vöðvaverki. Til dæmis á vöðvagigt sem virðist vera frekar algeng í dag.
Virk efni: M.a sápungar, glýkósíð, og flavóníðar.
Notkun: 1 msk í 1 bolla, láta síast í 15 mín með lok á bollanum. Þetta er lækninga skammtur en ef maður vill drekka þetta sér til heilsubótar þá er það 1 tsk í einn bolla þrisvar sinnum yfir daginn.