Haustsúpa/vetrarsúpa

Jæja þá eru haustlægðirnar byrjaðar og aðeins farið að kólna. Svo þið verðið hraust og sterk í vetur er gott að fara að huga því hvað við veljum ofan í okkur. Ef við erum að sækja mikið í mjólkurvörur og þungan mat eru meiri lýkur á að við fáum kvef. Mjög gott er að gera sér haust-vetrarsúpu með fullt af flottu grænmeti eins og
Laukur
Sellerý
hvítlaukur
Chilli/cayenne pipar
rauðrófur
steinselja
Engifer

Svo væri gott að setja út í jurtir sem styrkja ónæmiskerfið
Hvannarfræ
Hvannarlauf
Hvannarrót
Króklappa
Sólhattur (rót)

Nota svo hollan kraft og mér finnst oft gott að setja sítrónusafa í lokin, þá minnkar væmna bragðið sem kemur ef maður notar of mikið af sætu grænmeti. 
Svo er mjög gott og hollt að setja 1 tsk af ógerilsneiddu mísói út í hvern súpudisk eftir á.

Verið dugleg að gera súpur í vetur. Þetta styrkir ónæmiskerfið.

Svo er einnig styrkjandi fyrir ónæmiskerfiða að sjóða bein með.

Íslenska kjötsúpan stendur svo alltaf fyrir sínu.

Verði ykkur að góðu kæra fólk,

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2024, allur réttur áskilinn