Ávaxtakaka

Ávaxtakaka

Ég hef í mörg ár gert jólaávaxataköku sem er bara nokkuð holl, enginn sykur en fullt af þurrkuðum ávöxtum og hnetum. Hún er því ekki í lagi fyrir fólk sem er að sleppa öllu sætu. Því þurrkaðir ávextir eru bara ansi sætir. Ég baka svo bara piparkökur líka fyrir börnin, þá er það upptalið. Ég er ekki mikil kökukona, er meira í því að baka kex og brauð. Læt því fylgja hér með uppskrift af uppáhalds kökunni minni. Ein sneið með smöri ofan er voða gott. Njótið.

Ávaxta og hnetukaka.

Döðlur m/steinum (ferskar eða hálfþurrkaðar) 225 gr
þurrkaðar aprikósur 225 gr
þurrkaðar gráfíkjur 225
heilar möndlur 100 gr
brasilíu hnetur 225 gr
egg 3
aprikósusulta 8 msk (fæst í heilsuhúsinu)
vanillu dropar 1tsk.
brandy 1msk.
smjör eða smjörlíki 75 gr
100 % heilhveitimjöl 75 gr
lyftiduft 1/2 tsk.
hunang 1 msk.

undirbúningstími: 30 mín.

Saxið ávextina niður í hæfilega stóra bita, hneturnar eru heilar. Blandið saman ávöxtum og hnetum, 1/2 desilítra haldið sér og notaður til skrauts. Hrærið eggin þar til þau eru létt og ljós, bætið þá sultu, vanilludropunum og brandýinu við og hrærið vel saman við. Bætið þá smá saman við mjúku smjörinu. Blandið síðan saman hveitinu, lyftiduftinu, ávöxtunum og hnetunum og hrærið því saman við hitt. Setjið bökunarpappír í form, ca. 23x12 cm., ausið deiginu í, dreyfið ávöxtunum og möndlunum sem eftir voru yfir og þrýstið þessu létt ofaní . Bakist við 150° í 1 1/2 klst.
þar til kakan er stíf viðkomu, leyfið henni að kólna í 10 mín. í forminu, setjið hana svo á grind og penslið hana að ofan með hunangi meðan hún er volg.

 

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2024, allur réttur áskilinn