Hreinsun

Líður þér eins og taka þurfi til í líkama þínum?  Er orkan ekki næg og þú ekki alveg eins vel vakandi og þú ættir að vera. Er hugurinn ekki alveg eins skýr og hann ætti að vera? 

Þú færð skýrari huga og aukna orku með því að endurskoða  mataræðið og taka inn góðar jurtir sem hjálpa hreinsikerfunum að vinna.  Meginorsök hrörnunarsjúkdóma og ótímabærrar hrörnunar er að leita í óreiðu á frumuefnaskiptum og hægari endurnýjun frumna en eðlilegt er.  Þessi óreiða stafar aðallega af uppsöfnuðum úrgangi í vefjum sem tefur upptöku næringar og súrefnisflæði til frumnanna. Ef allt er eðlilegt þá hreinsar líkaminn sig sjálfvirkt. 

 

Þau líkamskerfi og líffæri sem taka þátt í hreinsun líkamans eru:

·        meltingarkerfið

·        nýrun

·        lifrin

·        lungun

·        sogæðakerfið

·        blóðið

·        slímhúðin

·        húðin, sem er stærsta hreinsilíffærið

 

Talið er að 1/3 úrgangsefna líkamans fari út um húðina.  Ef húðin hættir að hreinsa sig fyllast svitaholurnar af milljónum dauðra húðfruma og þvagsýru og annar úrgangur verður eftir í blóðinu.  Nýrun og lifrin lenda því undir álagi sem þau ráða illa við. 

 

 

Gott er að taka einn mánuð í hreinsunina. 
Eftirtaldar jurtavörur styðja við hreinsun

 

SUTTUNGAMJÖÐUR:    Jurtablanda sem hefur afeitrunaráhrif á líkamann, fyrir fólk sem er að taka mataræðið í gegn og sem hluti af  hreinsikúrum. 

·        Mjólkurþistill styrkir lifrarfrumurnar

·        Króklappa örvar lifur til að framleiða meira gall og örvar þannig hreinsun líkamans

·        Brenninetla er mjög næringarmikil og talin blóðhreinsandi

·        Klóelfting er vökvalosandi og hjálpar nýrunum að hreinsa

·        Cayenne pipar örvar blóðflæðið og kemur þannig eiginlega öllu í gang, sérstaklega sogæðakerfinu

·        Spirulina er blóðhreinsandi og inniheldur mjög mikið af næringarefnum og nærir þannig líkamann. Spirulinan inniheldur 18 amínósýrur þar á meðal þær 8 nauðsynlegustu, auk þess sem hún inniheldur beta caroteen, E vítamín, joð,  járn, B 12 vítamín og 50-70 % prótein.

 

VAÐGELMIR:  Hér eru velvaldar jurtir sem hreinsa ristilinn. Best er að taka 2-3 mánuði í hreinsunina þar sem árangur sést ekki fyrr en eftir 4 vikur.

·        leir og þari draga út eiturefni úr ristli

·        husk hreinsar ristil

·        Sítrónubörkur og rauðrófur innihalda trefjar sem hreinsa ristilinn auk andoxunarefna

·        Regnálmur og Læknastokksrós eru græðandi fyrir slímhúð í ristli og draga einnig út óhreinindi

·        Króklappa örvar gallframleiðslu í lifur og örvar þannig hreinsun

·        Negull fjarlægir sníkjudýr ef eitthvað óæskilegt er lifandi í ristlinum

 

Á meðan þessi blanda er tekin er gott að neyta ekki mjólkurvara.

 

ÞARABAÐ er nokkuð sem allir verða að prófa.  Láttu þig dreyma um að þú sért að synda í sjónum og finndu sjávarilminn leika um baðherbergið.  Þarabað gefur húðinni steinefni auk þess sem hann inniheldur mikið af slímefnum sem mýkja húðina. Hann dregur út eiturefni og er því einnig hreinsandi fyrir sogæðakerfið.  Þar af leiðandi er hann góður fyrir appelsínuhúð, losar spennu og gerir húðina fallega.   Gott er að fara í þarabað 2-3 sinnum fyrstu tvær vikurnar en síðan einu sinni í viku.  Best er að vera í baðinu í ca. 30 mínútur. Hafðu baðið vel heitt og bættu heitu vatni út í eftir þörfum.

 

Hvað í mataræði er best að forðast:

 

FORÐAST

 

NOTA Í STAÐINN

 

Mjólkurvörur , skyr, ostar, o.þ.h.

 

Hrísmjólk, sojamjólk, haframjólk og möndlumjólk.

 

Hvítur sykur, aspartame, maltodextrin, sorbitol og önnur gervisætuefni.

 

Hrátt hunang, ávextir, agave síróp, hlynsíróp, ferskir grænmetis- og ávaxtasafar.

 

Hvítt hveiti, hvítt pasta, hvít grjón,

 

Heilt korn, hýðishrísgrjón, heilt bygg, hirsi, bókhveiti, quinoa, maís, hafrar, amaranth og rúgur

Gos, sódavatn, kaffi, svart te og kakó.

 

Jurtate, fíflarótarkaffi, grænt te, vatn,  ferskir ávaxta- og grænmetissafar.

 

 

Skemmdar olíur (allar olíur sem er búið að hita fyrir ofan 100°C) eins og allt tilbúið viðbit. 

 

Íslenskt smjör án salts. Ólífuolía, hörfræolía, sólblómaolía, hampolía og sesamolía, kaldpressaðar og helst lífrænar.

 

Unnar kjötvörur, unnin fiskur, svínakjöt,

 

Hreint kjöt, nautakjöt í lágmarki, hreinn fiskur, baunir, fræ, hnetur, tófu og egg (lítið).

 

Sælgæti, ís, sætar kökur og sætt kex

 

Ferskir og þurrkaðir ávextir, speltkex án sykurs, hrískökur, kökur án sykurs og mjólkur

 

Salt með aukaefnum

 

Sjávarsalt, maldon salt, jurtasalt og sesamsalt

 

Edik

 

Eplaedik (óhitað), súrsunarmysa

 

 

Borðið mikið af hráu grænmeti og ávöxtum. Í hráu fæði er mikið af lifandi ensímum sem hjálpa líkamanum að vinna úr fæðunni.  Einnig er mikið af ensímum og góðum próteinum í spírum.  Reynið að fara eftir töflunni að ofan eftir bestu getu, því betur sem þið náið að fara eftir henni því betri árangri náið þið. 
Dæmi um dagskrá yfir daginn:

 

7:00   Vakna og bursta strax húðina með góðum bursta.

7:10   Drekka glas af sítrónusafa. 1 msk sítrónusafi út 3 dl af volgu vatni. Setja Vaðgelmi út í.

7:15   Taka inn olíur (þorskalýsi (1 msk), hörfræolíu eða ólífuolíu (2 msk.))

7:20   Fara í sturtu eða bað.

7:45   Borða morgunmat. Muna að taka Suttungamjöð fyrir mat.

a)     Heitur heilkornagrautur t.d: quinoa, hirsi, hafra, bygg, bókhveiti eða maísgraut.  Blanda fræjum eða hnetum saman við.

b)    Setja saman í blandara: ávexti, spírur, avokadó, fræ, olíu og safa eða vatn.

b)     Ferskir ávextir og möndluflögur. 

c)     Sykurlaust músli með möndlumjólk og ferskum ávöxtum.

10:30  Drekka gott jurtate og hrökkbrauð með sesamsmjöri og gúrkum. T.d. brenninetlute, Chlorella í te eða Lapacho te.  

12:00  Borða hádegismat. Muna að taka Suttungamjöð fyrir mat.

a.      Matarsalat: 50% grænmeti, 25% grjón, brauð eða speltpasta og 25% prótein prótein (fræ, hnetur, baunir, fiskur eða kjúklingur).

b.     Gott speltbrauð með prótein áleggi og möndlusmjöri eða sesamsmjöri, setja vel af grænmeti ofan á og krydda svo brauðið með kryddjurtum.

c.     Góð grænmetissúpa. 

d.     Hrátt grænmeti með lífrænum möndlum.

15:00  Drekka gott jurtate, spirulinute, lapachote, brenninetlute eða gott hreinsite.  Einnig er gott að fá sér grænmeti, hrökkbrauð með  möndlusmjöri og tómötum, möndlur eða hnetur.

16:00  Fara í göngutúr og anda að sér fersku lofti.

18:00  Borða kvöldmat. Muna að taka Suttungamjöð fyrir mat.

a.      Grænmetispottréttur með linsubaunum

b.     Grænmetissúpa með linsubaunum eða smjörbaunum.

c.     Fiskur, gufusoðinn með hýðishrísgrjónum og fersku salati.

d.     Matarsalat 50 % hrátt grænmeti, 25% heilkorn (grjón, pasta eða kartöflur), 25% gott prótein (fræ, hnetur, baunir, fiskur eða kjúklingur).

21:00  Nú væri mjög gott að fara í þarabað í a.m.k. 30 mínútur.    

22:00  Setjast niður og róa hugann.

·        Sitja á stól eða með krosslagða fætur á gólfi.

·        Loka augunum.

·        Beindu huganum að einhverju ákveðnu s.s. mynd eða setningu       “ Ég er friður” og þá finnur þú smátt og smátt fyrir frið.  Þó það komi hugsanir inn leyfa þeim bara renna fram hjá huganum. 

·        10 mínútur í senn.

22:30       Fara að sofa og dreyma fallega drauma.

 

 

ÞURRBURSTUN:   Húðin er lifandi líffæri en ekki dautt hylki og því er mikilvægt að húðin sé virk.  Það besta sem við gerum fyrir húðina er að þurrbursta hana með burstum úr náttúrulegum hárum.  Helst með góðu skafti  svo auðvelt sé að bursta bakið.  Ekki bursta svæði sem eru skemmd eða sýkt. 

Burstið með mjúkum bursta fyrst þangað til húðin er farin að venjast burstuninni, síðar getið farið í grófari bursta. 

AÐFERÐ:  Best er að byrja á iljunum og bursta með kraftmiklum hringhreyfingum. Nuddaðu þannig allan líkamann í átt að hjartanu.  Þrýstu burstanum eins þétt að húðinni eins og þú þolir. 

 

Burstið húðina í eftirfarandi röð: 

1.     fætur og fótleggir  

2.     hendur og handleggir 

3.     bak

4.     kviðarhol

5.     brjóst

6.     háls

Burstið þar til húðin fer að roðna og verður heit.  5-10 mínútur er mjög góður tími en munið að allt er best í hófi. Best er að bursta á morgnana og á kvöldin áður en farið er að sofa.

 

Verðlaun fyrir að bursta húðina reglulega.

1.     Fjarlægir dauð húðlög og önnur úrgangsefni og heldur svitaholunum opnum.

2.     Örvar og eykur blóðrásina til allra innri líffæra og vefja, sérstaklega til háræðanna.

3.     Endurlífgar hreinsihæfni húðarinnar og eykur hana, sem hjálpar til að losa líkamann við eiturefni.

4.     Örvar hormóna- og húðolíukirtlana.

5.     Yngjandi áhrif á taugakerfið með því að örva taugaenda í húðinni.

6.     Hjálpar til við að koma í veg fyrir kvef, sérstaklega þegar burstunin er notuð með heitum og köldum sturtum.

7.     Stuðlar að heilbrigðum vöðvum og bættri skiptingu fitulaga.

8.     Endurlífgar húðina, bætir litarhaftið og veitir unglegt yfirbragð.

9.     Lætur þér líða vel um allan kroppinn.

10. Bætir almenna heilsu.

 

REGLUR SEM GOTT ER AÐ HAFA TIL HLIÐSJÓNAR

1.     SVEFN:  Sofa 8 tíma og fara að sofa fyrir 11.00 a.m.k. 5 sinnum í viku. 

2.     ÖNDUN:  Muna að anda djúpt.  Draga andann alveg ofan í lungu eins oft og þú manst.  Nota lungun í það sem þau voru gerð fyrir.

3.     SLÖKUN:  Róa hugann/ stunda slökun  á hverjum degi í 10 mínútur.

4.     MATARÆÐI:  Það skiptir máli að matur sé hreinn og fjölbreyttur, ekki mikið unninn eða ónáttúrulegur.

5.     HREYFING:  Hreyfa sig í 30 mínútur 3-4 sinnum í viku, má vera hvaða hreyfing sem er.  Teygja vel á eftir til að opna líkamann.

6.     FEGURÐ:  Njóta fegurðar í umhverfi og í lífinu.  Leyfa hjartanu að finna fyrir þeirri tilfinningu sem fegurðin gefur.

7.     HLÁTUR:  Muna að sjá skoplegu hliðarnar á lífinu og leyfa sér að finna fyrir gleðinni.  Ekki taka lífinu of alvarlega.

8.     ÚTIVERA:  Vera úti og anda að okkur hreinu súrefni. 

9.     ÁST:  Elskaðu sjálfan þig.

10. HÚÐIN: Mikilvægt að hugsa vel um húðina.

a)     Það er nauðsynlegt fyrir heilsu húðinnar að taka inn fjölómettaðar fitusýrur.  Sérstaklega omega 3, hún fæst m.a. úr hörfræ- og hampolíu.

b)    Drekka mikið af vatni á hverjum degi, 1-2 lítra á dag eftir hæð og  þyngd og eins því magni af fersku grænmeti og ávöxtum sem neytt er.

c)     Bursta húðina reglulega.

d)    Fara í þarabað, saltbað, sjóböð og jurtaböð.

 

Ef þú ferð eftir þessu þá er umbunin betri líðan á sál og líkama.

 

Bestu kveðjur

Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir

 

Heimilidir: 1) Healthy healing- Linda Rector Page

2)  Heilbrigði og velíðan

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2024, allur réttur áskilinn