Spari hnetusteik - Brasilíu- og cashewhnetusteik með kastaníurönd

Undirbúningur - 1 klukkutími
Eldunartími - 1 klukkutími.

75 g smjör 
1 miðlungsstór laukur - mjög fínt skorinn 
1 hvítlauksrif - marið
5 stk sellerýstönglar
175 g brasilíuhnetur - fínt malaðar
175 g cashewhnetur - ristaðar og fínt malaðar
50 g hirsiflögur eða heilt soðið hirsi
50 g brauðteningar úr heilhveiti eða fínu spelti 
100 g kartöflur eldaðar og stappaðar
2 msk steinselja - söxuð
1 tsk þurrkuð salvía 
½ tsk þurrkað oregano
¼ tsk malaður engifer 
¼ tsk cayenne pipar
½ tsk karrýduft (ef vill)v ½ sítróna – börkur og safi
1 hrært egg 
Grænmetissoð (notið soðið vatn þar sem þið setjið 1 góðan grænmetistening út í). Grænmetissoðið er notað eftir þörfum út í deigið. Má nota hvítvín.
Salt og Pipar eftir smekk
225 g kastaníumauk. Ef þið notið þurrkaðar kastaníuhnetur þá þarf að leggja þær í bleyti í 4 tíma og sjóða svo í 1 klukkutíma.

Hitið smjörið á pönnu. Setjið laukinn út í og eldið þangað til laukurinn er glær. Setjið þá hvítlauk og fínt skorið sellerý og eldið í 1 mínútu. Takið af hitanum og setjið í stóra skál ásamt brasilíuhnetunum, cashewhnetnum, hirsi, brauðbitum, stöppuðum kartöflum, steinselju, jurtum og kryddi, sítrónuberki, sítrónusafa, eggi og soði. Setjið vel af salti og pipar en ekki of mikið. Ég nota nánast helmingi meira krydd heldur en gefið er upp. Blandið svo vel með sleif og búið til deig. Náið í bökunarform (1 líter) og setjið bökunarpappír í það. Setjið ½ blönduna út formið og smyrjið kastaníumaukinu ofan á. Setjið afganginn af deiginu ofan á. Bakið í ofni við 190°C í 45 – 60 mínútur eða þar til steikin er gullin brún. Gott er að nota sósu með.

Þetta er besta hnetusteik sem ég veit um.

Gangi ykkur vel og njótið.

Kolbrún grasalæknir

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2024, allur réttur áskilinn