HAUSTFASTA, 3 vikna hreinsun sem inniheldur 6 daga föstu


16.500 ISK

Uppseld vara


Vörulýsing

VNR:

Ertu búin að vera borða of mikið af þungum mat í sumar eða líður eins og það þurfi að taka til í mataræðinu, þá er mjög gott að fasta. Fólk losnar við ýmsa kvilla eftir föstu, eins og þreytu, bjúg, húðútbrot, liðverki og hausverk.

Ég fasta reglulega og hef prófað allskonar tegundir af föstu. Ég hef skapað mjög góða, skilvirka og skemmtilega föstu. Hún er ekki alltof erfið og í henni er regluleg breyting svo að maður verður ekki fljótt leiður.

Í nútímanum búum við í eiturefnasúpu og því er nauðsynlegt að hreinsa til öðru hverju til þess að létta á líkamanum. Það er hægt að hreinsa til bara með hreinu mataræði en maður fer mun dýpra með því að fasta. 
Á þessu námskeiði hittumst við þrisvar, vikulega. Ég kem til með að kenna bæði hvernig maður trappar sig niður, fastar og svo líka hvernig maður vinnur sig út úr föstunni. Einnig hvernig hægt er að halda áfram að hreinsa á hreinu mataræði og gera við líkamann.
Með þessu mun fylgja mjög nákvæm gögn og svo eitthvað af uppskriftum sem hjálpa til við áframhaldandi hollu fæði. Það er ekkert endilega erfitt að fasta, en það skiptir máli hvernig maður byrjar að borða aftur.
Verðlaunin eru svo - léttir á líkama og sál, ferskari hugur. Hver vill það ekki!
Í þessari föstu er fastað á grænmetissöfum, ávaxtasöfum og grænmetissoði. Einnig er hægt að fasta á vatni ef fólk leggur í það.

Dagsetning:
Fimmtudagur, 1. október: 
Í fyrsta hitting verður kennt hvað er fasta, hvað hún gerir, hvernig við undirbúum okkur. Boðið uppá Te.
Fimmtudagur, 8. október: 
Hér er hugsunin að við byrjum að fasta. Farið yfir einkenni sem geta komið, stuðningur og svarað spurningum sem þið hafið. Innifalið er grænmetissafi daginn sem fastan byrjar.
Fimmtudagur, 15. október: 
Loks er svo farið yfir hvað tekur við. Hvernig á að halda góðu mataræði. Hvað er stundum gott að gera, og hvað aldrei. Innifalið er grænmetissúpa daginn sem við brjótum föstuna.

Staðsetning:
Jurtaapótek, Skipholt 33.
Tími: 18:30 – 20:30.
Verð: 16.500

Skráning:
Hægt er að skrá sig með því að senda póst á jurtaapotek@jurtaapotek.is, eða með því að skrá sig hér á heimasíðunni okkar.
Þegar þú gengur frá pöntun hakaðu þá við "sótt í verslun" til þess að sleppa við að borga auka sendingarkostnað. Ekki er nauðsynlegt að koma í verslun og sækja gögnin nema þú viljir fá þau útprentuð, endilega hringdu þá í okkur við gerum það tilbúið fyrir þig.
Fjöldi 15 manns.

Ef þú kemst ekki á námskeiðið sjálft er hægt að kaupa gögnin og gera föstuna sjálf/ur. Einnig munt þú fá aðgang að föstuhópnum og taka þátt í því.
Skráning fyrir námsgögn er hér: https://jurtaapotek.is/verslun/namskeid-23/haustfasta-namsgogn

Hlakka til að sjá ykkur full af áhuga og orku til að fara inn í nýtt!
Kveðja,
Kolbrún grasalæknir 

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Skipholti 33
105 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2021, allur réttur áskilinn