Treneve Trio - 90 hylki
Uppseld vara
Vörulýsing
VNR: 811Mjólkursýrugerlar
Hafa jákvæð áhrif á gerlaflóruna í þörmum og ristli. Þeir hjálpa til við að koma lagi á meltinguna ef þörf hefur verið á pensillín inntöku eða ef um candida sveppasýkingu er að ræða.
Hvert hylki inniheldur 30 milljarða gerla af þremur gerðum, Lactobacillus acidophilus, Lactobacillus bulgaricus og Bifidobacteria bifidum. Ólíkt öðrum tegundum á markaðnum eru þessir gerlar varðveittir í sólblómaolíu, sem gerir það að verkum að gerlarnir byrja ekki að brotna niður fyrr en í skeifugörninni.
Notkun: Við mælum með því að taka gerlana inn á fastandi maga annaðhvort á morgnana eða á kvöldin áður en farið er að sofa. Ef þeir eru teknir inn á öðrum tíma dagsins þarf að gæta þess að taka þá tveimur tímum fyrir eða eftir mat eða sýklalyfjatöku.
Varúð: Þetta er viðkvæm vara sem þarf alltaf að geymast í kæli.
Athugið að mjólkursýrugerlar eru ekki mjólkurafurð og henta því öllum.