Avokado salat (Guacamole)

2 stór avokadó

safi úr sítrónu

2 tómatar

2 stangir sellerý

1 rauð paprika skorin smátt

1/2 laukur

1 rif hvítlaukur

1 msk fínt skorin steinselja

smá salt

fersk malaður pipar

1.  Skerið avókadó langsum og takið burtu steininn og skafið svo aldinið út úr í skál.

2.  Setjið sítrónusafann út í

3.  Skerið tómatana mjög fínt og setjið út í skálina.

4.  Skerið sellerý, rauða papriku og lauk smátt og setjið út í avókadó blöndu.

5.  setjið hvítlauk pressaðan, steinselju og krydd út í.

6.  Hrærið þetta mjög vel saman í matvinnsluvél eða nota gaffal og stappa vel.

7.  Hægt er að nota skeljarnar til að setja þetta aftur út þegar þetta er borið fram.

 

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2024, allur réttur áskilinn