Dekurhelgi

Ég elska að dekra við sjálfa mig, gera notalegt á baðherberginu og dekra við mig. Ég gæti til dæmis ekki verið með íbúð sem er ekki með baðkari. Ég fer í minispa á hverjum morgni, fer alltaf í bað alla daga. 

-Byrja á því að þurrbursta húðina ( við seljum mjög flotta sisal bursta). 
-Ber svo sesamolíu (fæst einnig hjá okkur 500 ml lífræn 4290 kr) á líkamann sem ég er búin að hita smá áður í heitu vatni í vaskinum. Gott að hita hana á meðan maður þurrburstar sig.
-Fer svo í bað og ligg þar í 10-20 mínútur. Ef ég set sesamolíu á mig þá set ég ekkert annað í baðið.
-Set Franskan grænan leir 1 tsk í lófa með 1 tsk af vatni og ber þetta í andlitið og læt bíða í 10 mínútur. Leirinn hreinsar húðina og gefur húðinni fullt af steinefnum.
-Loka augunum og læt heita vatnið opna kerfið. Man eftir því að anda.
-Sprauta svo köldu vatni í andlitið, hendur og fætur, mjög frískandi.
- Ber svo á mig Vin (andlitsnæring sem fæst hjá okkur) í andlitið með smá auka Hafþyrnisolíu sem gefur sólarvörn og nærir fullt.
-Töfrar (er líkamsolía sem fæst hjá okkur) mundi ég svo setja á mig eftir bað ef ég hefði ekki notað Sesamolíuna.

Eigið yndislega helgi, gerir eitthvað sem nærir ykkur helling og munið að næringin kemur frá mjög mörgu, ekki bara mat.

Kveðja, Kolbrún grasalæknir

 

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2024, allur réttur áskilinn